![Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.]()
Undanfarna daga hafa Norður-Kóreumenn flutt eldflaugar sínar og skotpalla til og frá í þeim tilgangi að villa um fyrir leyniþjónustum erlendra ríkja, að mati suðurkóresku leyniþjónustunnar. Þetta er talið merki um að skeytunum verði skotið innan tíðar.