![Jóhann Gunnar Einarsson og Dagný Skúladóttir með verðlaun sín í kvöld.]()
Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram og Dagný Skúladóttir, Val, voru valin bestu leikmenn N1-deildar karla og kvenna í handknattleik á nýliðinni leiktíð en upplýst var um kjörið á lokahófi Handknattleikssambands Íslands sem stendur nú yfir í Gullhömrum í Grafarholti.