![Ferðamenn við Hörpu í Reykjavík.]()
„Hefðirðu spurt hóp fólks á síðustu fimm árum hvert það vildi helst ferðast, hefði Ísland fljótlega komið upp í samræðunum. Nýjustu tölur sýna aftur á móti fram á að áhugi á heimsóknum til landsins sé byrjaður að dvína.“ Svo hljóða upphafsorð í grein David Oliver, blaðamanns USA Today, þar sem hann fjallar um stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna.