![Saumakonan Reshma Begum lifði af 17 daga prísund í rústum Rana Plaza verksmiðjunnar.]()
Ung kona sem lá 17 daga föst í rústum verksmiðjunnar sem hrundi í Bangladess lýsti lífsreynslu sinni fyrir fjölmiðlum í dag. Hún lifði á fjórum kexkökum og svo litlu vatni og bað til Allah um björgun. Alls hafa 1.127 lík verið dregin úr rústunum. Fjölda verksmiðja var lokað í dag vegna mótmæla.