![Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands.]()
Frönsk stjórnvöld hafa fordæmt árás sem gerð var á franskan hermann í dag en karlmaður réðist á hermanninn þar sem hann var við skyldustörf í viðskiptahverfi Parísar höfuðborgar Frakklands og stakk hann í hálsinn með hnífi. Hermaðurinn er ekki í lífhættu en árásarmaðurinn komst undan.