![Emmanuel Macron Frakklandsforseti.]()
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, frest út vikuna til að gera grundvallarbreytingar á tillögu sinni um tilhögun útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Yfirlýsingin er talin auka líkur á því að tilraunir til að ná samkomulagi fari út um þúfur, en Bretar ganga að óbreyttu úr sambandinu 31. október.