![Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko.]()
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, hafa undirritað samning um áframhaldandi rekstur tveggja raftækjaverslana Elko á Keflavíkurflugvelli. Samningurinn er til þriggja ára, með möguleika á eins árs framlengingu í tvígang. Elko hefur undanfarin ár rekið raftækjaverslanirnar tvær í Leifsstöð, aðra í komusal en hina í brottfararsal flugvallarins.