![Talið er að um 15 manns hafi lent í umferðarslysinu.]()
Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang umferðarslyss á Biskupstungnabraut við Myrkholt. Um fjögurleytið skullu lítil rúta og fólksbíll saman er þeir komu úr gagnstæðri átt. Talið er að 15 farþegar hafi lent í slysinu og fjórir eru slasaðir en þó ekki alvarlega.