![Múmínhúsið var pantað sérstaklega fyrir Vilhjálm Ellert. Það segir að minnsta kosti amma hans, Selma Björk Petersen, sem sjálf hefur mikið dálæti á múmínálfunum.]()
Við Borgarbraut í Borgarnesi stendur heillandi hundrað ára gamalt hús sem hjónin Selma Björk Petersen og Ellert Gissurarson keyptu fyrir fjórum árum. Húsið nýta þau sem sumarhús fyrir fjölskylduna og hafa dundað sér við að gera það upp síðustu ár. En í garðinum stendur annað hús sem vakti athygli blaðamanns þegar hún lagði leið sína á hinn víðfræga Bjössaróló síðasta sumar. Húsið er nefnilega nákvæm eftirlíking af hinu eina sanna múmínhúsi.