![Fylkisliðið hefur verið á miklum skriði í sumar.]()
„Það hefði verið algjör skandall ef við næðum ekki að rífa okkur upp úr deildinni, alla vega í okkar huga. Þetta var stefnan frá upphafi. Maður sá það alveg á stelpunum að þær voru allar tilbúnar í þetta,“ sagði Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir, fyrirliði Fylkis, sem varði aðeins einu sumri í 1. deild eftir að hafa fallið úr Pepsideildinni í knattspyrnu fyrir ári.