![]()
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist í sjónvarpsviðtali í kvöld vera opinn fyrir því að setja á sérstakan skatt á fjármálafærslur. Monti hefur áður lýst yfir andstöðu sinni við að einstök ríki Evrópusambandsins taki upp slíkan skatt eins og Frakkar hafa tilkynnt að þeir hyggist gera í ár.