![Það var seint að kvöldi 9. september 2008 sem 29 palestínskir flóttamenn lentu í Keflavík eftir langt ferðalag frá Írak. 18 þeirra fá nú ríkisborgararétt en 11 ekki.]()
Ahmad Al Hassan var 15 ára þegar hann kom sem flóttamaður til Íslands ásamt móður sinni, litlu systur og 26 öðrum ríkisfangslausum konum og börnum úr Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak. Ahmad verður senn íslenskur ríkisborgari, en ekki móðir hans, líklega vegna þess að hún stóðst ekki íslenskupróf.