![Einkaþota að gerðinni Bombardier.]()
Einn lést og annar er alvarlega slasaður eftir að einkaþota af gerðinni Bombardier Challenger 600 fórst í Aspen í Coloradoríki í Bandaríkjunum í dag. Vélin var að koma inn til lendingar þegar hún missti hæð og hrapaði til jarðar. Eldur kom upp í flakinu. Tveir lifðu slysið af.