![Frá vettvangi í kvöld.]()
Eldur kom upp í íbúð við Mávabraut í Keflavík um klukkan níu í kvöld. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er á vettvangi ásamt fjölmennu liði frá lögreglunni á Suðurnesjum. Tveir voru íbúðinni þegar eldurinn kom upp og er verið að flytja þá báða á Landspítalann í Fossvogi.