![Í desember uppgötvaðist umfangsmikill stuldur á kreditkortanúmerum gegnum tölvukerfi verslunarkeðjunnar Target í Bandaríkjunum. Allavega 40 milljónum númera var stolið.]()
Tuttugu og þriggja ára rússneskur strákur að nafni Rinat Shabaev er talinn bera ábyrgð á að búa til hugbúnaðinn sem notaður var til að stela fjörutíu milljónum kreditkortanúmera frá Target-verslunarkeðjunni í Bandaríkjunum fyrir jólin í fyrra. Líklegt er talið að fleiri keðjur hafi orðið fyrir árásum.