Eftir venjulega helgi berast óskilamunadeild lögreglunnar 3-4 símar sem þarf að koma í réttar hendur. Oft er hægt að gera það með því að finna einhvern í símaskránni en stundum leggst starfsfólk í rannsóknarvinnu. Vonir standa þó til að sú vinna minnki þar sem óskilamunir eru nú komnir á pinterest.
↧