![Samningamenn framhaldsskólakennara ráða ráðum sínum.]()
Samningafundi í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins lauk á tíunda tímanum í kvöld. Annar fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Samningamenn vilja ekkert segja um gang viðræðna, en á morgun verður gerð lokatilraun til að komst hjá verkfalli sem hefst á mánudagsmorgun takist ekki að semja.