![Brosmildi íslenskra starfsmanna í þjónustufyrirtækjum lækkaði milli ára. Landsmenn eru þó áfram þeir brosmildustu á norðurlöndunum.]()
Íslenskir þjónustustarfsmenn brostu minna í fyrra en árið þar á undan. Nemur lækkunin fimm prósentustigum, en Ísland er þó enn hæst Norðurlandaþjóðanna. Þegar horft er til alls heimsins eru það Pólverjar, Írar og Spánverjar sem brosa mest en íbúar Suður-Kóreu, Makaó, Kína og Hong Kong minnst.