![Háskólinn á Akureyri.]()
Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri (FSHA) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu kennara og annarra starfsmanna háskólans sem hafa samþykkt að boða til verkfalls. FSHA segir hins vegar að það sé mikilvægt að samningar náist áður en til verkfalls komi, því það myndi setja allt úr skorðum.