![Fjölskyldan hefur barist fyrir dvalarleyfi Romylyn í sjö ár. Frá vinstri: Romylyn Patti Fagaine, Ellert Högni Jónsson, Una Margrét Ellertsdóttir og Marilyn Sucgang Faigane.]()
„Ég er auðvitað mjög ánægð,“ segir Marilyn Faigane, en innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita Romylyn Faigane, dóttur hennar, um dvalarleyfi á Íslandi. Barátta Marilyn og Romylyn hefur staðið í tæplega sjö ár, en Romylyn kemur til Íslands í næstu viku.