![Adam Scott sigurvegari 2013 klæðir Bubba Watson í græna jakkann sem fylgir sigrinum á Masters. Watson sigraði einnig 2012 og klæddi því Scott í jakkann í fyrra.]()
Bubba Watson sigraði á Masters-mótinu í golfi, fyrsta risamóti ársins, á Augusta-National-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum í kvöld. Hans annar sigur á mótinu á þremur árum en hann sigraði einnig 2012 og á því tvo græna jakka eftir kvöldið. Fylgst var með gangi mála á lokahringnum hér á mbl.is.