![Útlitsmynd af TorVeg bílnum.]()
Á miðvikudaginn verður stórt skref stigið í íslenskri bílasögu, en þá verður skrifað undir samning um kaup á þremur fyrstu bílunum sem framleiddir verða undir merkjum Ísar. Þetta verða þar með fyrstu fjöldaframleiddu bílarnir á Íslandi. Það er Ari Arnórsson sem stendur á bakvið þetta verkefni.