![David Moyes og Sir Alex Ferguson, maðurinn sem valdi Moyes sem eftirmann sinn.]()
Fréttastofan Sky segir að það komi í ljós á næsta sólarhring hvort David Moyes verði sagt upp starfi knattspyrnustjóra Manchester United. Mjög ósennilegt er að frekari fréttir verði af málinu í dag, að sögn Sky, en líklegt að einhverjar fréttir berist úr herbúðum félagsins áður en markaðir í Bandaríkjunum opna á morgun. Sem kunnugt er þá er félagið í eigu bandarískrar fjölskyldu.