![Sævar Freyr Þráinsson, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365.]()
Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla ehf. Sævar Freyr mun vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn 365 og jafnframt bera ábyrgð á fjármála-, fjarskipta-, tækni- og sjónvarpsáskriftarsviðum 365.