![]()
,,Fyrstu viðbrögð eru endalaus gleði og gríðarlegt þakklæti fyrir að fá að koma boðskap Pollapönks á framfæri," segir Arnar Gíslason trommari í Pollapönki, framlagi Íslands í Eurovisionkeppninni eftir að ljóst varð að ísland verður meðal þeirra þjóða sem munu taka þátt í lokakeppninni á laugardag.