![Gera má ráð fyrir hlýju veðri og hægum vindi á landinu öllu um helgina.]()
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ef til vill velt fyrir sér hvort spólað hafi verið yfir júlí og ágúst og haustið sé skollið á, ef marka má rigninguna og rokið sem hefur einkennt veðrið í vikunni. Á morgun verður þó breyting á – von er á hægum vindi og gæti hiti víða farið upp í 18 stig um helgina.