![]()
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í dag tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um að lundaveiðitímabilið verði fimm daga langt. Deilt hefur verið um það hvort yfirhöfuð eigi að veiða lunda í ár, en Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni sem leið að vart sé forsvaranlegt að lundi verði veiddur nokkurs staðar á landinu í ár.