![Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.]()
„Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkru. Það hefur legið fyrir lengi að tíu ár er góður tími, bæði fyrir stofnunina og fyrir mig persónulega. Svo er alltaf þörf á endurnýjun,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Hún tilkynnti í dag um að hún sækist ekki eftir endurkjöri á næsta ári.