![]()
Unglingamyndin Chronicle fór beint í efsta sætið á aðsóknarlista norðuramerískra kvikmynda um helgina en myndin er talin hafa aflað 22 milljóna dala tekna. Contraband, sem Baltasar Kormákur gerði, fór niður í 11. sæti en tekjur af sýningu myndarinnar í Bandaríkjunum nema 62 milljónum dala, 7,6 milljörðum króna.