![Þýskur fjárhundur.]()
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun heilbrigðiseftirlits Suðurnesja frá 13. mars 2013 um að aflífa skuli hundinn Funiu. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þann dag var Funia aflífuð og hræið brennt.