![Hvalbjórinn var frá Steðja.]()
Brugghúsi Steðja er skylt, samkvæmt reglugerð Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, að láta efnagreina nýjar tegundir sem fara í sölu. Það telja eigendur þess eðlilegt en ekki að aðeins tvær rannsóknarstofur á landinu geti framkvæmt þær greiningar, önnur í eigu Ölgerðarinnar og hin í eigu Vífilfells.