![Holtavörðuheiði er ófær]()
Holtavörðuheiði er ófær og varar lögreglan á Blönduósi vegfarendur við mjög slæmu veðri og mikilli hálku. Gengur á með skafrenningi og dimmum éljum á heiðinni. Þá eru stórir skaflar byrjaðir að myndast. Þá hefur Vegagerðin hætt snjómokstri og hálkuvörnum í kvöld á svæðinu.