![Dómararnir Wenche Elisabeth Arntzen og Arne Lyng í sal héraðsdóms í Ósló í morgun.]()
Málflutningi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik er lokið. Hann tók talsvert lengri tíma en til stóð, en honum hafði verið úthlutaður hálftími. Fátt kom á óvart í máli hans, sem einkenndist af stóryrtum yfirlýsingum og í lokin krafðist hann þess að verða látinn laus tafarlaust.