![Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, er fremst á myndinni.]()
Fram kom í máli Hrafns Bragasonar, fyrrverandi Hæstaréttardómara og formanns nefndar sem falið var að gera úttekt á starfsemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að þingmenn gætu skipað nýja nefnd til þess að fara yfir starfsemi sjóðanna ef þeir teldu rannsókn nefndarinnar ekki nægjanlega.