![Frá fjöldamótmælum gegn Assad í fyrradag.]()
Talið er að um 200 manns hafi verið myrtir í þorpinu Treimsa í Sýrlandi í gær. Stjórnarandstaðan í Sýrlandi krefst þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki bindandi ályktun gegn Bashar al-Assad forseta í kjölfar morðanna. Ríkisstjórn Assads kennir hins vegar stjórnarandstæðingum um.