![Webber, Vettel og Button eftir tímatökurnar í Suzuka.]()
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann í þessu ráspól japanska kappakstursins í Suzuka, en þetta er fjórða árið í röð sem hann hreppir ráspól japanska kappakstursins. Annar varð liðsfélagi hans Mark Webber og er það í fyrsta sinn í ár sem þeir deila fremstur ráslínunni.