![]()
Björgunarsveitamenn af höfuðborgarsvæðinu eru nú á leið að Múlafelli í Hvalfirði til að sækja slasaðan mann. Maðurinn, sem er björgunarsveitamaður, var á leið á ísklifuræfingu með félögum sínum og á leið sinni að klifurstaðnum studdi hann sig við stein sem fara þurfti fram hjá.