![Hundur. Mynd úr safni.]()
Matvælastofnun tók hund úr vörslu eiganda síns á höfuðborgarsvæðinu. Hundurinn var tjóðraður langtímum saman og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem honum var talin nauðsynleg. Hann var meðal annars í mikilli yfirþyngd sem metin var hættuleg heilsu hans.