![Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.]()
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í efsta sæti í kvennafloki á heimsleikunum í Crossfit, sem fara nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum, þegar fimm greinum af níu er lokið. Hún er með 380 stig, 40 stigum á undan Köru Webb frá Ástralíu og Katrínu Tönju Davíðsdóttur, sem eru saman í öðru og þriðja sæti.