![Pep Guardiola á hliðarlínunni í kvöld.]()
„Við ætluðum okkur að vinna leikinn og það tókst. Einvígið er hins vegar aðeins hálfnað. Ef eitthvað lið getur snúið svona stöðu við, er það Real Madríd,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, varkár við BT-sjónvarpsstöðina eftir 2:1-útisigur liðsins á Real Madríd í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.