![Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar sækir að vörn Snæfells í viðureign liðanna á síðasta föstudag. Ólafur Torfason og Jay Threatt til varnar. Threatt leikur ekki með Snæfelli í kvöld vegna meiðsla.]()
Stjarnan tók forystu í rimmu sinni við Snæfell í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominsdeildinni, með sigri í Stykkishólmi í kvöld, 93:79. Sigurinn var afar öruggur. Stjarnan getur tryggt sér sæti í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna næsta leik liðanna sem fer fram í Ásgarði á föstudaginn.