![Heilsulindin Fontana við Laugarvatn.]()
Um 60 lítrar af saltsýru láku í kvöld úr tank í birgðageymslu í kjallara heilsulindarinnar Fontana við Laugarvatn. Allt tiltækt slökkvilið á Laugarvatni var kallað út til að hreinsa upp sýruna auk þess sem slökkviliðsmenn frá Selfossi komu með kalk sem notað var til að núllstilla áhrif sýrunnar.