Fyrir utan að búa við stöðugt vopnaglamur og ofbeldi neyðast sum sýrlensk börn til þess að betla og leita verðmæta á ruslahaugum til þess að eiga í sig og á. UNICEF telur að líf fleiri en tveggja milljóna barna í Sýrlandi hafi raskast vegna átakanna og vara við „týndri kynslóð“ barna.
↧