![Brúnastaðir eru á kafi í snjó.]()
Bóndi á Brúnastöðum í Fljótum segir að menn séu orðnir afar þreyttir á þeirri ótíð sem hefur verið að undanförnu. Í stað þess að geta einbeitt sér að undirbúningi sauðburðar hefur mikil vinna farið í að moka snjó. Spáð er frekari snjókomu á svæðinu á morgun.