![Fjölskyldan leigði íbúðina í gegnum Airbnb.]()
Fjölskylda nokkur frá Nýja Sjálandi, sem leigt hafði sér íbúð í gegnum Airbnb í Cork á Írlandi, uppgötvaði falda myndavél í íbúðinni sem sendi beint streymi frá því sem þar átti sér stað. Þau Nealie og Andrew Barker voru með börnum sínum í 14 mánaða Evrópuferð er þau fundu myndavél í stofu hússins á Írlandi.