![Allison Mack (í miðjunni) ásamt lögmönnum sínum fyrir utan dómshúsið í Brooklyn. Mynd úr safni.]()
Leikkonan Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, játaði í dag fyrir dómstóli í New York að hafa lokkað konur til fylgis við Nxivm, mansalshring sem var dulbúinn sem eins konar sjálfshjálparhópur, og þvingað þær til að gerast kynlífsþrælar forsprakkans.