![Eurovision-pallborð norska ríkisútvarpsins NRK, í miðið Marte Stokstad þáttastjórnandi, hinir frá vinstri: Per Sundnes, Ulrikke Brandstorp, Ingeborg Heldal og Morten Hegseth.]()
„Þungt, iðnaðarlegt og minnir mig á Rammstein,“ sagði Ingeborg Heldal í Eurovision-pallborði NRK þegar framlag Hatara til Eurovision var rætt í kvöld ásamt tíu öðrum fulltrúum keppninnar. Íslenska sveitin vakti blendin viðbrögð og hafnaði í fimmta sætinu.