![]()
Hjón um sjötugt fundust látin í hjólhýsi í Þjórsárdal í kvöld. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um níuleytið í kvöld um að hjón væru meðvitundarlaus í hjólhýsi. Tilraunir voru gerðar til endurlífgunar en án árangurs. Vísbendingar eru um að súrefnisskortur hafi orðið þeim að bana