Barbara Garcia, íbúi í bænum Moore í Oklahoma-ríki, sagðist hafa verið bænheyrð eftir að hún fann hund sinn á lífi í rústum eftir hvirfilbyl sem gekk yfir í gær. Hún sagðist aðeins hafa beðið um tvennt, að komast sjálf ómeidd út úr hörmungunum og að hundur hennar hefði það af.
↧