![Margir foreldrar í ofbeldissamböndum halda að hægt sé að halda börnum sínum fyrir utan ofbeldið, en svo er ekki raunin. Börnin þjást einnig þó að ofbeldinu sé ekki beinlínis beint að þeim eða þau verði beint vitni að því.]()
„Það getur haft mikil áhrif á börn að verða vitni að ofbeldi inni á heimili, sérstaklega ef um endurtekin atvik er að ræða. Börn eru missterk,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi. Hún segir að það komi fyrir að veröld barnanna hrynji þegar þessi atvik koma upp.